Um okkur

Verslunin Kjólar & Konfekt var opnuð 6.desember 2012 kl 11:00. Við höfum byggt verslunina upp hægt og rólega í gegnum árin með samvinnu starfsfólks, sanngjarna verða og viðskiptavina. 

Hjá okkur fást hundruðir ólíkra kjóla, ásamt úrvali af skóm, fylgihlutum og já, einhyrningavörum. Af því við trúum á einhyrninga.

Einnig hönnum við & saumum okkar eigin merki, Unicorn á staðnum ásamt því að stytta kjóla og gera smávægilegar breytingar á kjólum sem keyptir eru hjá okkur gegn sanngjörnu gjaldi.

Hjá okkur fást mjög mikið af ólíkum kjólum og sniðum í ólíkum litum og munstrum. Það eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur og við elskum að ráðleggja og aðstoða við að finna rétta kjólinn fyrir rétta tilefnið.

Við erum á Laugavegi 92 og við elskum að vera þar. Næg stæði í kjallaranum okkar ( Bílastæðahúsið, Stjörnuport)