Starfsfólkið

Við kappkostum við að veita bestu þjónustuna. Okkur þykir fátt skemmtilegra en að aðstoða við að finna rétta kjólinn fyrir rétta tilefnið, hvort sem það er fyrir vinnuna, árshátíðina, brúðkaupið, stefnumótið, þorrablótið eða gamla góða hversdagsleikann. Hjá okkur ríkir einstaklega góður starfsmannaandi sem skilar sér vonandi til kúnnana. 

Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá okkur skaltu senda umsókn á kjolar@kjolar.is